Úrval hesta til sölu
þriðjudagur 1. febrúar 2011
hjaltalin1 Hjaltalín frá Oddhóli er til sölu. Sonur Þyrnis frá Laugarvatni og Rastar frá Kópavogi.
Hér á heimasíðunni hjá okkur höfum við sett inn nokkur söluhross. Við höfum ætið mikið úrval af söluhestum bæði fyrir vana og óvana á öllum stigum tamningarinnar. Við eigum líka ræktunarhross, keppnishesta og reiðhesta, einnig ræktunarhryssur með folöldum og fylfullar hryssur.

Hægt að sjá ætt allra hrossanna og með því að smella á YouTube merkið er viðkomandi fluttur sjálfkrafa á myndbandið af söluhrossinu. Stundum byrjar myndbandið á stillimyndum áður en hreyfimyndin hefst. Í flestum auglýsingunum eru nokkrar myndir ásamt stuttri lýsingu á hrossinu og verði í Evrum. Við vonum að þið finnið hross hjá okkur við ykkar hæfi.