Kennsludiskurinn Skeið á ensku og þýsku
fimmtudagur 6. janúar 2011
skeid_dvd
Kennsludiskurinn Skeið er nú kominn út á ensku og þýsku. Á þessum kennsludiski fer Sigurbjörn skipulega yfir undirbúning og uppbyggingu knapa og hests fyrir skeið, tækni í niðurtöku og á skeiðspretti. Þar fléttast saman einstök kunnátta kennarans, íslensk reiðmennskuhefð og samspil æfinganna við náttúruna.