Diddi með fyrstu sýnikennsluna í Gusti
laugardagur 25. desember 2010
isidor Ísidór og Diddi á góðri stundu á LM2004. Mynd/Axel Jón
Félag Tamningamanna fer nú af stað á nýjan leik með sýnikennslur fyrir félagsmenn sína og almenning. Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari FT og knapi ársins 2010 mun ríða á vaðið og fjalla um notkun mismunandi beislisbúnað við þjálfun.

Sigurbjörn hefur gríðarlega víðtæka þekkingu á beislabúnaði og verður án efa mjög fróðlegt að fylgjast með meistaranum. Sýnikennslan verður haldin í reiðhöll Gusts þann 30. desember kl. 20:00.