Advertisement
Velkomin á heimasíðu Oddhóls
Diddi með fyrstu sýnikennsluna í Gusti Prenta Rafpóstur
laugardagur 25. desember 2010
isidor Ísidór og Diddi á góðri stundu á LM2004. Mynd/Axel Jón
Félag Tamningamanna fer nú af stað á nýjan leik með sýnikennslur fyrir félagsmenn sína og almenning. Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari FT og knapi ársins 2010 mun ríða á vaðið og fjalla um notkun mismunandi beislisbúnað við þjálfun.

Sigurbjörn hefur gríðarlega víðtæka þekkingu á beislabúnaði og verður án efa mjög fróðlegt að fylgjast með meistaranum. Sýnikennslan verður haldin í reiðhöll Gusts þann 30. desember kl. 20:00.
 
Þrefaldur knapi ársins Prenta Rafpóstur
föstudagur 12. nóvember 2010

fad6401c4d9a94bb4d643007221e805a Sigurbjörn er langelstur þeirra knapa sem tilnefndir voru til verðlauna. Svo virðist líka sem hann sé ennþá langbestur. Mynd/Jens
Sigurbjörn Bárðarson er knapi ársins 2010 og það með stæl, þrátt fyrir að vera aldursforseti þeirra sem tilnefndir voru, 58 ára. Fyrir utan að vera útnefndur knapi ársins, sem eru aðal verðlaunin og mesti heiðurinn, var hann einnig útnefndur skeiðknapi ársins og íþróttaknapi ársins. Enginn knapi hefur áður hlotið þrjá titla í knapavali LH.

Bjarni Jónasson (Hesta-Bjarni yngri) á Sauðárkróki er kynbótaknapi ársins, Sigursteinn Sumarliðason gæðingaknapi og Hekla Katarína Kristinsdóttir efnilegasti knapinn.
Heimild:
www.hestaroghestamenn.is

 
Gullbjörnin í stuði Prenta Rafpóstur
laugardagur 18. september 2010
jarl2 Sigurbjörn og Jarl frá Mið-Fossum. Mynd/Jens
Hinn 58 ára knapi og keppnismaður Sigurbjörn Bárðarson, Gullbjörninn, var maður mótsins á Meistaramóti Andvara um helgina. Hann setti Íslandsmet í 150m skeiði á rafræna klukku á Óðni frá Búðardal 13,98 sekúndur, vann A flokk gæðinga á Stakki frá Halldórsstöðum í sjötta sinn með 8,95 í einkunn, og tölt á Jarli frá Mið-Fossum með einkunnina 7,97. Rétt er að geta þess að þetta er í sjöunda sinn sem Stakkur vinnur þessa keppni á Meistaramóti Andvara. Knapi í fyrsta skiptið var Páll Bjarki Pálsson.

Úrslit í flokki atvinnumanna voru almennt sterk. Kjarnorka frá Kálfholti sigraði B flokk gæðinga með yfirburðum og fékk 9,0 í aðaleinkunn. Alfa frá Blesastöðum og Klerkur frá Bjarnanesi, sem voru í öðru og þriðja sæti, höfðu ekki roð af henni í þetta skiptið og voru allmörgum stigum neðar í einkunn.
Lesa meira...
 
Öldungur toppar á íslandsmóti Prenta Rafpóstur
laugardagur 18. september 2010
jarl Jarl frá  Miðfossum. Mynd/Jens
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum á Sörlastöðum var gott. Umgjörð mótsins og framkvæmd er Sörlafélögum til mikils sóma. Ekki spillti fyrir blíðskaparveður alla mótsdagana. Fjöldi góðra hrossa er orðinn meiri en áður, sem þýðir að fleiri góðir reiðmenn eiga möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. Sú var reyndin á þessu móti.

Sigurbjörn Bárðarson, 58 ára, var maður mótsins. Hann vann þrjár skeiðgreinar: 250 m skeið á Flosa frá Keldudal, 150 m skeið á Óðni frá Búðardal og gæðingaskeið á Flosa frá Keldudal. „Ég ákvað síðan að gefa strákunum sjens í 100 m skeiðinu“ sagði kappinn með bros á vör, en hann tók ekki þátt í þeirri grein. Sigurbjörn varð þriðji í fimmgangi á Stakki frá Halldórsstöðum og í öðru til þriðja sæti í tölti á Jarli frá Mið-Fossum. Sem sagt: Í toppbaráttu í öllum greinum sem hann tók þátt í. Glæsilegur árangur.
Lesa meira...
 
Íslandsmeistari í gæðingaskeiði Prenta Rafpóstur
laugardagur 18. september 2010
flosiSigurbjörn og Flosi. Mynd/lhhestar
Sigurbjörn Bárðarson er Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Flosa frá Keldudal. Sigurbjörn er elsti knapi mótsins, 58 ára. Flosi er ekki foli heldur, 15 vetra. Hefur verið í fremstu röð skeiðhesta í nær áratug. Þeir fengu frábærar einkunnir, 8,50 fyrir fyrri sprett og 8,52 fyrir seinni.

Afrek Sigurbjörns er mikið. Fyrir það fyrsta þá er það afrek út af fyrir sig hjá manni sem á tvö ár í sextugt að taka þátt í keppni í íþróttagrein sem krefst svo mikillar snerpu og nákvæmi. Að halda sér á toppnum og hirða gullverðlaun fyrir framan nefið á knöpum á besta aldri er annað afrek.
Heimild: hestaroghestamenn.is
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 Næsta > Endir >>

 
 
 
 
Höfundarréttur © 2010 Oddhóll - Allur réttur áskilinn.
 
 
 
Design by Next Level Design / Script by Joomla!