Advertisement
Um okkur
Diddi og Fríða Prenta Rafpóstur

diddi_fjolsk

Fjölskyldan öll á góðri stundu. Frá vinstri. Árni Páll, Sylvía, Steinar, Sara og Styrmir. Á milli Fríðu og Sigurbjörns er sá yngsti Sigurbjörn. Mynd/Axel Jón

Diddi og Fríða eiga fimm börn og öll fjölskyldan er virk í hestamennskunni. Elstur er Steinar, sem rekur hestabú og tamningastöð í Ameríku, þá Styrmir sem er við nám á hrossabraut Hólaskóla, Sylvía sem vinnur alfarið við hestamennsku, Sara sem er í skóla og stundar hestamennskuna í frístundum. Yngstur er Sigurbjörn, sem er líka í skóla og stundar hestamennskuna þegar hann má vera að, — en að eigin sögn er hann þó aðallega í veiðinni!

Fríða byrjaði fyrir alvöru að keppa á hestum þegar hún kynntist Sigurbirni. Hún tók þátt í stökkkappreiðunum af lífi og sál þegar þau voru upp á sitt besta, fyrir og um 1980. Hún hleypti hrossum sem skráðu nafn sitt á spjöld sögunnar, eins og Glóu frá Egilsstöðum, Reyk frá Bæ í Borgarfirði og Tinnu frá Hafnarfirði. Síðan tóku við barneignir og heimilisstörf og þar er Fríða á heimavelli, drífur allt áfram af myndarskap og röggsemi. Hún ríður ennþá út sér til skemmtunar og bregður sér annað slagið á bak góðum keppnishesti og rifjar það upp fyrir sjálfri sér og öðrum að hún er góður reiðmaður.

 

Lesa meira...
 
 
 
 
 
Höfundarréttur © 2010 Oddhóll - Allur réttur áskilinn.
 
 
 
Design by Next Level Design / Script by Joomla!